Innlent

Þrír þröskuldar lágmarkið fyrir fullgilt aprílhlaup

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint, samt smá.
Myndin tengist fréttinni ekki beint, samt smá. Vísir/Getty
Hefur þú látið einhvern hlaupa apríl í dag? Ef svo er gættu þá að því að viðkomandi hafi farið yfir að minnsta kosti þrjá þröskulda svo aprílgabbið sé fullgilt. Að minnsta kosti er það viðmiðið sem Vísindavefur Háskóla Íslands gefur upp.

Á vefnum kemur fram að sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl sé margra alda gamall og að líklega megi rekja hann til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Á þeim tímum stóðu merkar hátíðir í átta daga og var 1. apríl því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar.

En líkt og flestir vita var þessu breytt og fögnum við á vesturlöndum nú nýju ári 1. janúar. Þessu var breytt á 16. öld en aprílhrekkurinn fékk að halda sér.

Vísindavefurinn segir að til að aprílgabbið sé fullgilt þá þurfi að láta fólk fara yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaupið sé fullgilt en einhverjir halda því þó fram að nóg sé að fara þrjá faðma eða yfir einn þröskuld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×