Íslenski boltinn

Þorvaldur: Verður erfiður leikur fyrir FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, spáir í spilin fyrir stórleiki dagsins í Pepsi-deildinni.

„Það er alltaf spennandi að sjá leiki á milli FH og KR,“ sagði Þorvaldur í samtali við Arnar Björnsson í gær en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Leikur liðanna hefst klukkan 17.00 en á sama tíma hefst viðureign Víkings og Stjörnunnar.

„Ef eitthvað er að marka fyrri leik KR og FH þá voru Hafnfirðingar mjög varnarsinnaðir og uppskáru sigur fyrir vikið. Þeir tóku tennurnar úr KR strax í byrjun móts.“

„KR-ingar eru hins vegar alltaf mjög sterkir og munu mæta grimmir til leiks. Þetta verður erfiður leikur fyrir FH og má lítið út af bera.“

Hann segir að pressan sé á FH í kvöld og hið sama megi segja um Stjörnuna. Sem stendur skilur tvö lið á milli liðanna sem bæði eru enn taplaus í deildinni.

„Stjörnumenn hafa náð að klára sína leiki mjög vel að undanförnu. Þeir hafa náð stigum líkt og þeir gerðu gegn Keflavík þar sem þeir voru ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Þorvaldur.

„Víkingar hafa misst nokkra menn og eru ekki jafn sterkir og þeir voru um mitt mótið. Ég held því að Stjarnan vinni þennan leik.“

Þorvaldur reiknar þó með því að FH klári sinn leik gegn KR og haldi því toppsæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×