Innlent

Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson Vísir/Ernir
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í gærkvöldi útnefndur til stórriddara hinnar konunglegu norsku heiðursorðu (Den kongelige norske fortjensorden). Jærbladet greinir frá.

Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs en Þórir hefur þjálfað norska kvennalandsliðið í handbolta við góðan orðstír síðan árið 2009.

Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid, sem stödd eru í Noregi í opinberri heimsókn, voru einnig viðstödd afhendinguna sem fram fór í konungshöllinni í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×