Íslenski boltinn

Þjálfari Dundalk: FH er óþekkt stærð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stephen Kenny.
Stephen Kenny. mynd/dundalk
FH mun mæta írsku meisturunum í Dundalk í forkeppni Meistaradeildarinnar og þjálfari Íranna býst við erfiðum leik.

„FH er óþekkt stærð fyrir okkur í augnablikinu. Við höfum ekki haft tækifæri til þess að skoða liðið en það hefur orðið Íslandsmeistari sjö sinnum á síðustu tólf árum þannig að þeir eru stórt lið á Íslandi. Þeir eru líka efstir í deildinni núna,“ sagði Stephen Kenny, þjálfari Dundalk, við heimasíðu félagsins.

„Sú staðreynd að FH hafi verið í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur sýnir að liðið hefur verið stöðugt og náð góðum sigrum í Evrópukeppni. Við munum vita meira er nær dregur leik en þetta verður erfið rimma.“

Dundalk er að spila í Evrópukeppni þriðja árið í röð og annað árið í röð í Meistaradeildinni. Liðið er því komið með reynslu í að spila í Evrópu.

„Þessir sex Evrópuleikir síðustu tvö ár hafa gefið okkur mikla reynslu. Áður var nánast enginn með Evrópureynslu í liðinu. Þetta mun hjálpa okkur. Við höfum spilað gegn góðum liðum og staðið okkur vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×