Innlent

Þjálfaður sporhundur tekur þátt í leitinni að Guðmundi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug til Bíldudals með björgunarsveitafólk og sporhund af höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag til að taka þátt í leitinni að Guðmundi.
Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug til Bíldudals með björgunarsveitafólk og sporhund af höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag til að taka þátt í leitinni að Guðmundi.
Yfir 50 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Guðmundi L. Sverrissyni, 54 ára karlmanni, sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir fyrr í dag en síðast er vitað um ferðir Guðmunds milli klukkan þrjú og fjögur í nótt á Patreksfirði.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitar á Vestfjörðum og Vesturlandi hafi verið kallaðar út laust fyrir hádegi í dag til að leita að Guðmundi.

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flutti svo sérhæft leitarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu til að leggja leitarfólkinu fyrir vestan lið. Með í för var þjálfaður sporhundur og tekur hann nú þátt í leitinni ásamt björgunarfólkinu og þremur leitarhundum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verður leit haldið áfram fram í myrku og staðan þá metin. Lögreglan kallar eftir öllum mögulegum upplýsingum frá þeim sem vita nokkuð um ferðir Guðmundar frá því í nótt en hægt er að ná í lögregluna á Vestfjörðum í síma 444-0400.


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir Guðmundi

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Guðmundi L Sverrissyni. Guðmundur er fæddur árið 1962 og er búsettur á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×