Innlent

Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016.
Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. Vísir/Vilhelm

Níu þingmenn úr öllum flokki nema Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum vilja að kannað verði að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem þingmennirnir hafa lagt fram á þingi. 

Oddný Harðardóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.vísir/stefán

Þar kemur fram að innanríkisráðherra eigi að kanna kosti þess að flytja innanlandsflugið og leggja mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika vallarins og áhrif á íbúa ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurnesjum. 

Þingmennirnir vilja svo að ráðherrann flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016.

Oddný G. Harðardóttir Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru þau, Páll Valur Björnsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Róbert Marshall, Páll Jóhann Pálsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Þingmennirnir eru allir úr kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur.

Uppfært 13.13 þar sem ranglega var staðhæft að fulltrúar allra flokka nema Sjálfstæðisflokks væru meðflutningsmenn tillögunnar. Það er ekki rétt því enginn flutningsmanna er úr Vinstri grænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×