Íslenski boltinn

Thiago: Viljum vera í hópi bestu liðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thiago Borges Pinto, nýr leikmaður Þróttar, líst vel á nýja félagið sitt og segist spenntur fyrir þeirri tilhugsun að spila í Pepsi-deildinni í sumar.

Sjá einnig: Þróttur semur við Brasilíumann

„Ég er ánægður. Þetta er góður staður til að sýna hvað ég get og hér vil ég standa mig vel. Mér líst vel á Þrótt, fólkið hér er frábært og hér hafa allir tekið mér vel,“ sagði hann.

Thiago segist hafa fengið þau skilaboð þegar hann kom til félagsins að markmið liðsins fyrir sumarið væri að festa sig í sessi og stefna á efri hluta deildarinnar.

„Ekki bara að halda okkur uppi. Við stefnum á að vera í hópi bestu liða deildarinnar,“ segir hann.

Sjá einnig: Ryder: Hann er dæmigerður Brasilíumaður

Thiago hefur góða reynslu af því að spila í Danmörku og býst við að það sé svipað að spila á Íslandi. „En kannski verður það aðeins öðruvísi fyrst við erum með þjálfari sem er hvorki frá Íslandi né Danmörku,“ segir hann og vísar til þess að Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, er Englendingur.

„Það væri skrýtnari tilhugsun að spila á Íslandi ef ég væri að koma beint frá Brasilíu. En fyrst að ég er vanur því að spila í Danmörku á ég ekki von á að þetta verði mikil breyting fyrir mig.“

„Við ræddum einnig mikið um félagið og landið áður en ég skrifaði undir og líst mér vel á það allt saman.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×