Lífið

Þessi kyntröll eru á leið til landsins

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Grandos mæta á klakann.
Grandos mæta á klakann.
Búlgarski dansflokkurinn Grandos er á leið til landsins í næsta mánuði og munu þeir félgarnir halda konukvöld á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi.

Í auglýsingu frá kvöldinu segir að danshópurinn ætli „að kæta kvenþjóðina á Íslandi með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn víðsvegar um Evrópu.“

Á kvöldinu munu strákarnir að sjálfsögðu sýna listir sínar, auk þess sem gestir geta tekið þátt í happadrætti. Einnig verður uppistand og að kvöldinu loknu gefst gestum tækifæri á að mynda sig með þessum búlgörsku kyntröllum sem ferðasta landa á milli til að sýna kroppinn.

Strákarnir halda úti heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um Leon, Angelo, Mike, Stiv, Steven og Silver. Við mælum með Google Translate til að þýða síðuna fyrir þá sem þess þurfa.

Hér að neðan má sjá þá sýna listir sínar.

Þeir taka meira að segja líka Michael Jackson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×