Ţađ ţurfti ađ vökva flíkina reglulega

 
Lífiđ
21:00 19. MARS 2017
Jana klćddist afskornum blómum í myndatöku fyrir plötuumslag vćntanlegrar plötu sinnar.
Jana klćddist afskornum blómum í myndatöku fyrir plötuumslag vćntanlegrar plötu sinnar. MYND/ÍRIS DÖGG

Söngkonan Jana María Guðmundsdóttir klæddist 160 ferskum blómum í myndatöku fyrir plötuumslagið á væntanlegri plötu hennar. Teymið á bak við myndatökuna þurfti að hafa hraðar hendur og keppast við að halda blómunum á lífi.


Jana er ađ vinna í ađ senda fré sér sína fyrstu plötu.
Jana er ađ vinna í ađ senda fré sér sína fyrstu plötu. MYND/ÍRIS DÖGG

Plata Jönu ber heitið Flora. „Við ákváðum að vinna með fersk blóm sem tengingu við titil plötunnar og við fengum um það bil 160 fersk afskorin blóm frá New York. Tíminn var knappur því líftími blómanna gefur ekki mikið svigrúm. Brynja vann „blómabrynjuna“ kvöldið fyrir myndatökuna og við þurftum að halda henni rakri fram yfir myndatökuna. Sem sagt, það þurfti að vökva flíkina reglulega,“ útskýrir Jana.

Jana segir Kristalssal Þjóðleikhússins hafa verið tilvalinn fyrir myndatökuna. „Þar má finna fallegan arkitektúr og sígilda þætti sem ríma vel við stílinn á plötunni, art deco á nútímalegan hátt,“ segir Jana sem er himinlifandi með hvernig myndatakan heppnaðist enda fékk hún skothelt teymi með sér í lið.

„Með okkur í myndatökunni voru listakonur, hver á sínu sviði. Fía Ólafsdóttir sá um hárgreiðslu á meðan förðun var í höndum Tinnu Ingimarsdóttur. Íris Dögg er svo menntaður ljósmyndari og hefur starfað í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Brynja Skjaldar fatahönnuður starfar sem stílisti og búningahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið sem aðstoðarstílisti Eddu Guðmunds í New York í myndböndum á borð við Blank Space með Taylor Swift og Wher­ever I Go með One Republic. Brynja hefur einnig tekið að sér að hanna flíkur fyrir ákveðin verkefni og myndatökur fyrir Paul Mitchell og Tommy Hilfiger,“ útskýrir Jana sem er þessa stundina að leggja lokahönd á upptökur plötunnar. „Við stefnum á að halda útgáfutónleika í vor til að fagna komu plötunnar.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Ţađ ţurfti ađ vökva flíkina reglulega
Fara efst