Lífið

Tengdó, mamma og amma mættu til að styðja Tobbu

Ellý Ármanns skrifar
Þéttsetið var í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í hádeginu í dag á fyrirlestri Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, doktorsnema í bókmenntafræði við HÍ sem bar yfirskriftina „Ég er ekki þunn" Tobba Marínós, kvenfrelsisumræðan og íslensk skvísumenning".



Eins og segir í tilkynningu viðburðarins sem var á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum:



Tobba Marinós er vel þekktur bloggari og sjónvarpskona, auk þess að vera höfundur tveggja skvísusagna og sjálfshjálparbókar um konur og mannasiði. Hún er áhrifamikill talsmaður póstfemínisma í íslenskri menningu og í viðtökum á verkum hennar má greina djúpstæð átök milli hennar og þeirra sem aðhyllast annarri bylgju femínisma. Í greininni er stuðst við kenningar Beverley Skeggs og femíníska viðtökufræði Jóhönnu Russ og skoðað hvernig Tobba hefur verið gagnrýnd fyrir viðhorf sín, útlit og skrif.
"


Instagram/Ellý
https://Rikk.hi.is

Kvenleg viðfangsefni og afþreying kvenna voru til umfjöllunar hjá Öldu í dag.Ljósmyndir/Valli
Alda Björk Valdimarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði við HÍ,
Karl Sigurðsson, unnusti Tobbu, mætti ásamt móður sinni.
Tobba Marínós, höfundur skvísusagna og sjálfshjálparbókarinnar Dömusiðir mætti ásamt móður sinni og ömmu á fyrirlesturinn um sjálfa sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×