Innlent

Telja sig hafa fundið brak úr frönsku skútunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Umrædd seglskúta.
Umrædd seglskúta. vísir/lhg
Stjórnstöð landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í morgun neyðarboð frá neyðarsendi franskrar skútu sem saknað hefur verið frá því í sumar. Á áttunda tímanum í morgun hélt björgunarsveitin í Grindavík af stað til leitar.

Um 08:40 fannst brak sem talið er vera úr skútunni og leitinni verður haldið áfram. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin aftur á vettvang til frekari leitar.

Skútan hafði siglt frá Portúgal þann 7. júlí síðastliðinn og hafði áætlað komu til Azoreyja þann 16. júlí. Einn maður var í áhöfn.

Ekkert hafði spurst til skútunnar fyrr en í morgun þegar neyðarboð bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og bárust þau skammt austur af Grindavík. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang og fór hún í loftið um hálf sex í morgun.

Rétt fyrir klukkan sex fann áhöfn þyrlunnar neyðarsendinn í fjöru austur af Hópsnesi. Engin önnur ummerki fundust þá á vettvangi og var þá ákveðið að bíða með áframhaldandi leið þar til birti til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×