Lífið

Tekur nýju plötuna upp úti á ballarhafi

Guðrún Ansnes skrifar
Platan verður á íslensku en mun svo snarað yfir á ensku líka, enda aðdáendhópurinn sístækkandi í Bandaríkjunum.
Platan verður á íslensku en mun svo snarað yfir á ensku líka, enda aðdáendhópurinn sístækkandi í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm
Greta Salome stendur í ströngu um þessar mundir en hún er að taka upp aðra plötu sína. Hún nýtur liðsinnis Daða Birgissonar úr hljómsveitinni Monotown. „Þessi plata verður ólík því sem ég hef áður gert og er svolítið indískotin ævintýra stemning í gangi. Þetta er svolítil gleðisprengja,“ segir Greta. Platan verður öll á íslensku en Greta segist þess nokkuð viss að hún muni einnig koma út á ensku. „Ég hef verið að vinna fyrir Disney uppá síðkastið og platan mín „In the Silence“ rýkur út eins og heitar lummur þar vestanhafs. Því er ekki úr vegi að bjóða uppá enska útgáfu.“ Hún þvertekur þó fyrir að nýja efnið muni minna á teiknimyndarisann.

Þrátt fyrir að sigla um höfin blá á skemmtiferðaskipi Disney hefur Greta nægan tíma til að einbeita sér að upptökum : „ég hef svo mikinn frítíma hérna og svo er upptökuver sem ég get nýtt mér um borð,“ segir hún glöð í bragði. Upptökurnar sendir hún svo yfir hafið til Daða og þannig bera þau saman bækur sínar. Platan er væntanleg í lok árs.

Þegar Fréttablaðið náði tali af Gretu var hún á landinu í augnablik og þegar á leið norður til að taka upp efni á plötuna með sinfoníhljómsveit Akureyrar. Hún kemur til landsins annað slagið þar sem hún dyttar að músíkinni í slagtogi við Daða og kíkir á kærastann, sem bíður hennar heima.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×