Fótbolti

Tékkland vann nauman sigur á Kasakstan í Plzen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn tékkneska liðsins fagna hér sigrinum í Plzen.
Leikmenn tékkneska liðsins fagna hér sigrinum í Plzen. Vísir/Daníel
Tékkland vann nauman 2-1 sigur á Kasakstan í Plzen í kvöld en sigurmark Tékklands kom þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn eru Tékkar fimm stigum frá öruggu sæti á lokakeppni Evrópumótsins þegar þrjár umferðir eru eftir.

Gestirnir frá Kasakstan komust óvænt yfir um miðbik fyrri hálfleiks með marki Yuri Logvinenko og var staðan 1-0 fyrir gestina í hálfleik.

Í seinni hálfleik færðu leikmenn Tékklands sig framar á völlinn og skoruðu verðskuldað jöfnunarmark korteri fyrir leikslok. Var Milan Skoda þar á ferðinni en hann bætti síðan við sigurmarkinu fimm mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Kasakstan reyndu að færa sig framar á völlinn eftir markið en þeim tókst ekki að jafna metin og lauk leiknum fyrir vikið með 2-1 sigri Tékklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×