Innlent

Tekið á móti 32 megavatta ofni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
United Silicon tók á móti 32 megavatta ofni í gær sem framleitt getur um 21.500 tonn af kísli á ári.
United Silicon tók á móti 32 megavatta ofni í gær sem framleitt getur um 21.500 tonn af kísli á ári. mynd/róbert róbertsson
United Silicon tók á móti 32 megavatta ofni í fyrsta áfanganum í uppbyggingu kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík í gær. Ofninn mun framleiða um 21.500 tonn af kísli ár hvert en framleiðsla kísils mun hefjast næsta vor.

United Silicon miðar við að framleiða 100 þúsund tonn af kísli ár hvert.

Ofninn kemur til landsins í hlutum en strax verður hafist handa við að setja hann saman. Ofninn var settur saman til prufu á Ítalíu í maí.

„Þetta er mikið fagnaðarefni, að hann sé nú kominn til landsins,“ er haft eftir Helga Birni, yfirverkfræðingi hjá United Silicon. Von er á næstu sendingu með meiri framleiðslubúnaði strax í næsta mánuði.

Að sögn Helga miðar vinnu á lóð félagsins vel en ÍAV sér um byggingu ofnhússins auk annarra bygginga.

United Silicon er íslenskt fyrirtæki í meirihlutaeigu Íslendinga. Meðal fjárfesta eiga samtals 24 íslenskir, hollenskir og danskir einstaklingar hlut í félaginu ásamt átta íslenskum lífeyrissjóðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×