Innlent

Talsvert dregið úr inflúensunni

Svavar Hávarðsson skrifar
Hjá tæplega 400 manns hefur flensan verið staðfest þetta árið.
Hjá tæplega 400 manns hefur flensan verið staðfest þetta árið. vísir/vilhelm
Inflúensa hefur verið staðfest hjá 398 einstaklingum frá því í lok nóvember 2016. Dregið hefur umtalsvert úr fjölda þeirra sem greinst hafa með inflúensulík einkenni á heilsugæslustöðvum. Tíðni inflúensulíkra einkenna er svipuð í öllum aldurshópum en þó lægst í börnum undir eins árs og hæst í aldurshópnum 15 til 19 ára.

Frá þessu segir á vef Embættis landlæknis.

Frá því í byrjun september 2016 hafa alls 173 einstaklingar legið á Landspítala vegna inflúensu, þar af greindust nítján í síðustu viku sem er nokkur fækkun borið saman við vikuna á undan. Flestir eiga það sameiginlegt að vera 67 ára og eldri. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×