Innlent

Talskonur svara Gunnari

Ólöf Skaftadóttir skrifar
gunnar taldi niðurstöðu dómsins sér í hag. Fréttablaðið/vilhelm
gunnar taldi niðurstöðu dómsins sér í hag. Fréttablaðið/vilhelm
Vegna orða Gunnars Þorsteinssonar í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, frá 10. júlí síðastliðnum, í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn tveimur konum, Vefpressunni og fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, hafa Ásta S. H. Knútsdóttir og Sesselja E. Barðdal sent frá sér yfirlýsingu. Þar segja þær að af þeim 21 ummælum sem Gunnar krafðist ómerkingar á hafi einungis fimm verið dæmd ómerk og byggðist sá dómur fyrst og fremst á lagatæknilegum forsendum. Einungis eitt þessara ummæla taldist á ábyrgð þeirra „talskvenna“.

Í yfirlýsingunni segir að öll önnur ummæli hafi staðist fyrir dómi og mat dómsins væri að frásagnir kvennanna, sem báru vitni um kynferðisbrot Gunnars, væru trúverðugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×