Innlent

Tæpar 360 milljónir í laun og tengd gjöld fyrir kjörna fulltrúa í borginni

Benedikt Bóas skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þáði  17,5 milljónir í laun og voru greidd um 3,7 milljónir í launatengd gjöld vegna borgarstjóra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þáði 17,5 milljónir í laun og voru greidd um 3,7 milljónir í launatengd gjöld vegna borgarstjóra.
Heildarlaunakostnaður fyrir hvern stjórnmálaflokk á árinu 2015 vegna setu í borgarstjórn, fagráðum, hverfisráðum, bílastæðanefnd og heilbrigðisnefnd var lagður fram á borgarráðsfundi í gær.

Þar kom í ljós að launakostnaður og launatengd gjöld vegna fulltrúa Samfylkingarinnar námu um 88 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn var næstur með um 76 milljónir, Björt framtíð var með um 53 milljónir, Framsókn og flug­vallar­vinir með um 47 milljónir, Vinstri græn um 38 milljónir og Píratar 33 milljónir.

Laun Dags B. Eggertssonar borgar­stjóra voru alls 21,1 milljón. Það var borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sem lagði fyrirspurnina fram í borgarráði í september í fyrra. Hann spurði einnig um kostnað vegna utanlandsferða. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×