Magnús Þorlákur Lúðvíksson

Fréttamynd

Túristinn sækir í sig veðrið

Stærsta breytingin sem orðið hefur á íslensku mannlífi síðustu ár er sennilega fjölgun erlendra ferðamanna. Á þessu ári gætu þeir orðið 800 þúsund og hefur þá fjölgað um ígildi íslensku þjóðarinnar á fimm árum.

Bakþankar
Fréttamynd

Ys og þys út af engu

Viðbrögðin við úrslitum kosninganna á laugardag voru flest fyrirsjáanleg. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar og Pírata glöddust en Samfylkingarfólk og stuðningsmenn minnstu flokkanna grétu. Fögnuður Framsóknarmanna var í líkingu við gott þorrablót í Þingeyjarsýslunum á áttunda áratugnum og þá önduðu

Bakþankar
Fréttamynd

Megavikupitsur handa öllum!

Það eru 1.512 Íslendingar í framboði til Alþingis, fleiri en nokkru sinni. Ef öllu þessu fólki yrði komið fyrir á fótboltavelli væru 69 fótboltalið á hvorum vallarhelmingi. Þetta er rosalega margt fólk. En þótt valkostirnir hafi aldrei verið fleiri er upplifun mín að í raun hafi valkostirnir aldrei verið færri. Ástæðan er sú að flokkarnir virðast fæstir uppteknir af því sem mestu máli skiptir:

Bakþankar
Fréttamynd

Fjármálakreppa ísuppvakninganna

Þybbinn og léttskeggjaður hermaður með vinalegt andlit hleypur óttasleginn í snjóbyl. Stórvaxinn ísuppvakningur nálgast hermanninn. Dagar hans eru taldir. Á síðustu stundu kemur risastór úlfur aðvífandi og fellir uppvakninginn.

Bakþankar
Fréttamynd

Nauthólsvíkin kallar

Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athugasemd falla í þá veru að ég væri ekki nægilega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið.

Bakþankar
Fréttamynd

Sir Alex Ferguson bjargar krónunni

Krónan er ekkert vandamál í sjálfu sér. Vandinn er sá að hagstjórnin á Íslandi hefur ekki verið nægilega vönduð. Með agaðri hagstjórn verður krónan ekkert vandamál.“

Bakþankar
Fréttamynd

Rifist um keisarans skildinga

Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið.

Bakþankar
Fréttamynd

Fortíðin og framtíðin

Þær eru nokkrar tilfinningarnar sem maður verður var við nú þegar einungis ellefu vikur eru til kosninga. Harðir stjórnarandstæðingar eru brattir enda sjá þeir fram á að losna við vinstristjórnina. Harðir stuðningsmenn stjórnarflokkanna eru kvíðnari og lýsa margir áhyggjum sínum af því að útlit sé fyrir að "hrunverjar“ komist aftur til valda. Svo eru það þeir sem nenna ekki kosningum enda þreyta á stjórnmálakarpi algeng.

Bakþankar
Fréttamynd

Brugðist við erfiðum málum

Það deila ef til vill margir þeirri tilfinningu minni að það hafi verið æði erfitt að fylgjast með fjölmiðlum þessar fyrstu vikur ársins. Ástæðan er einfaldlega sú að óvanalega mörg fréttamál hafa komið upp sem snúast um kynferðisbrot gegn börnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stuð í háloftunum

Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara.

Bakþankar
Fréttamynd

Áramótin eru vanmetin

Af öllum leiðinlegu klisjunum sem maður getur treyst á að heyra reglulega finnst mér „áramótin eru ofmetin"-klisjan leiðinlegust. Látum liggja á milli hluta hversu vafasamt hugarfar það er að mæta inn í dag viss um að hann verði einhvern veginn verri en vonir standa almennt til. Það býður bara upp á leiðindi. Það sem er öllu áhugaverðara er að þessi klisja er orðin svo útbreidd að áramótin eru skyndilega hætt að vera ofmetin, eins og þau voru kannski einhvern tímann, og orðin vanmetin. Rétt eins og fyrrum ofmetið hlutabréf sem hefur verið skortselt aðeins of mikið. Þegar rætt er um áramótin má nefnilega ekki láta nægja að hugsa til eins eða tveggja ofhæpaðra áramótapartía, það verður líka að velta fyrir sér hvað þetta er í raun rammgöldróttur árstími. Förum yfir þetta.

Bakþankar
Fréttamynd

Fiskur í mötuneytinu á mánudögum

Í hagfræðinni í háskólanum var mér kennt að almennt væri talið skynsamlegt að beita sveiflujöfnun við hagstjórn. Samkvæmt fræðunum á hið opinbera að stíga á bensíngjöfina þegar hægist um í efnahagslífinu en fjarlægja bolluna þegar partíið er almennilega komið í gang. Hugmyndin er sú að stöðugleiki sé æskilegri en sveiflur. Mér finnst þetta góð pæling og hef stundum velt fyrir mér hvort hún sé yfirfæranleg á fleiri svið mannlífsins. Tökum dæmi. Ef ég byggi til lista yfir hundrað eftirminnilegustu daga ævi minnar væru þar færri mánudagar en föstudagar. Fyrir vikið fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að veröldin sé einhvern veginn fegurri um helgar en örlítið þunglamalegri í upphafi vikunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Spilavítinu Melaskóla lokað

Um miðjan tíunda áratuginn var enginn maður með mönnum á skólalóðinni án þess að eiga safn af Pox-spjöldum. Þessi litríku, kringlóttu spjöld lagði maður undir í keppni við aðra sem snerist um að kasta svokölluðum sleggjum á spjöldin með það fyrir augum að snúa þeim við, en þar með eignaðist maður þau. Vildi maður tefla virkilega djarft lagði maður sleggjurnar undir. Minnist ég þess að hafa eitt skiptið hlaupið grátandi heim eftir að hafa tapað flottustu sleggjunni minni. Hún var úr stáli, sjáið þið til. Poxið var reyndar ekki lengi að detta úr tísku en við dóum ekki ráðalausir. Við snerum okkur einfaldlega að harki með tíköllum eða þá Drakkó-köllum, svo önnur tískubóla æskuáranna sé nefnd. Skólalóð Melaskóla var nefnilega ekkert annað en spilavíti.

Bakþankar
Fréttamynd

Átakalínur þjóðfélagsins

Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum.

Bakþankar
Fréttamynd

Einvígi við sjálfan sig

Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli.

Bakþankar
Fréttamynd

Menntun utan skólastofunnar

Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólympíugull í Ríó 2016!

Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið?

Bakþankar
Fréttamynd

Af sérfræðiöpum

Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel.

Bakþankar
Fréttamynd

Óður til knattspyrnunnar

Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi.

Bakþankar
Fréttamynd

Höft, vextir og kosningar

Það er kunnara en frá þurfi að segja að gjaldeyrishöftin valda hagkerfinu margs konar skaða. Það þýðir ekki að óskynsamlegt hafi verið að taka þau upp, það er mun flóknara reikningsdæmi, en það þýðir að það er mikilvægt að vinna að skipulögðu afnámi þeirra eins fljótt og auðið er. Það verkefni verður brýnna með hverjum mánuði sem líður því eftir því sem samfélagið venst höftunum lærir það betur að búa með þeim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í leit að glötuðum tíma

Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist.

Bakþankar
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur

Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skynsamlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórnmálamennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að "keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar "óþolandi málþóf stjórnarandstöðunnar.“

Bakþankar
Fréttamynd

Þankagangsgildrur

Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur.

Bakþankar
Fréttamynd

Köstum krónunni

Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986.

Bakþankar
Fréttamynd

Hegðun til hliðsjónar

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný kynslóð láti í sér heyra

Sú hefð hefur myndast á Íslandi að ekki hefur þótt til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tvívegis hefur þessi hefð verið rofin, árin 1988 og 2004, en með fullri virðingu fyrir frambjóðendunum sem buðu sig fram gegn forseta í hvort skipti áttu þeir svo til enga möguleika á kjöri. Að teknu tilliti til þess má því segja sem svo að hingað til hafi einu sinni kjörnir forsetar getað setið í embættinu að vild.

Bakþankar
Fréttamynd

Sleppt og haldið

Maður einn er á leið á áfangastað og má engan tíma missa. Eftir stutta för kemur hann að gatnamótum þar sem hann þarf að velja á milli tveggja vega. Annar liggur í vestur og hinn í austur en báðir hlykkjast þeir með tíð og tíma til norðurs í átt að áfangastaðnum. Maðurinn er ekki kunnugur vegunum, lætur kylfu ráða kasti og fer í vestur. Nokkrum tímum síðar er hann kominn á áfangastað en hann er seinn og verður því pirraður. Nú gæti maðurinn eftir þetta langa ferðalag bölsótast út í vegvalið. Þær skammir eiga þó aðeins rétt á sér ef hinn vegurinn var styttri. Hafi hann verið lengri getur maðurinn skammast út í það eitt að hafa ekki lagt fyrr af stað.

Bakþankar
  • «
  • 1
  • 2