Alþingi

Fréttamynd

Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi

Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Talaði ekki um ógn verðbólgunnar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að aukning verðbólgu umfram spár mætti alfarið rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Utandagskrárumræða um mál Arons

Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag </font />um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Einungis bundnir sannfæringu sinni

Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist efast stórlega um að erindi Frjálslynda flokksins varðandi þingsæti Gunnars Örlygssonar sé tækt til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Sigurður segir stjórnarskrána skýra hvað þetti varði. Þingmenn séu ekki bundnir öðru en eigin sannfæringu.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Magnúsar ekki svaraverð

Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig nýr forseti Alþingis

Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi Íslendinga sett

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði meðal annars um lýðræði og þær breytingar sem orðið hafa á fréttaflutningi í ræðu sinni við setningu 132. löggjafarþings Íslendinga í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tölvan áhrifameiri en þingið?

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í þingsetningarræðu sinni í dag að frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar væri nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Hann sagði þessa þróun geta á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska. Þá velti forsetinn upp þeirri spurningu hvort tölvan væri orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóll Alþingis. 

Innlent
Fréttamynd

Árni segist aldrei hafa sagt ósatt

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin komin á hreint

Helstu hagsmunagæslumenn allra stjórnmálaflokkanna eiga sæti í nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði í gær til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfssemi á Íslandi og þar með aðgang að fjármálum flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tilnefnir síðust

Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Setur ofan í við umboðsmann

Landbúnaðarráðherra setur ofan í við umboðsmann Alþingis og segir ákveðna hluti í nýju áliti hans ekki vera í verkahring umboðsmanns eða á hans valdi.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti í fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í dag, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að hætta athugun á einkavæðingu bankanna. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum enn ósvarað. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður segir að stjórnarandstaðan muni nú íhuga hvort þess verði krafist að þing verði kallað saman vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur að skipun rektors standi

Umboðsmaður Alþingis telur að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi ekki verið vanhæfur til að ákveða hver skyldi skipaður í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá telur umboðsmaður ólíklegt að skipunin verði talin ógildanleg.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi?

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðamet í afgreiðslu þingmála

Alþingi fór í sumarleyfi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld eftir að Halldór Blöndal, fráfarandi þingforseti, hafði slegið hraðamet í afgreiðslu mála.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn ekki óþekktarlýður

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fá 295 milljónir

Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. 

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til afvegaleiðingar

Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. 

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli við Alþingishúsið

Ungir jafnaðarmenn og ungliðahreyfingar úr öllum flokkum hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 17.45 í dag. Ástæðan er ákvörðun forseta þingsins að hleypa ekki í gegnum þingið frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur Gunnars felldar

Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina.

Innlent
Fréttamynd

Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði stjórnarflokkana um svik

Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæði greidd í dag

Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnislögin rædd eftir helgi

Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Bakka ekki með frumvörpin

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með frumvarp um samkeppnislög né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Alþingis gagnrýndur

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forseta Alþingis harðlega í upphafi þingfundar í morgun fyrir stefnuleysi í störfum þingsins; fjöldi mála lægi fyrir þinginu en samt væri stefnt að því að ljúka þingstörfum 11. maí. Sérlega sárnaði þingmönnum að vera kvaddir út á laugardegi en ekki var gert ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Hefndaraðgerðir stjórnvalda

Stjórnarandstaðan kallar frumvarp til samkeppnislaga hefndaraðgerðir og varar við því að það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að það veiki samkeppniseftirlit á Íslandi og að helstu sérfræðingar þjóðarinnar á þessu sviði vari við því.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguáætlun samþykkt

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis samþykkti samgönguáætlun í gærkvöld. Búist er við að minnihlutinn skili séráliti í dag.

Innlent