Atli Fannar Bjarkason

Fréttamynd

Við erum dauðadæmd

Vísindamenn Nasa hafa fundið áður óþekkta örveru og halda vart vatni yfir uppgötvuninni, enda um nýtt líf að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Tíminn líður hraðar

Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið.

Bakþankar
Fréttamynd

Opinber ástleitni

Fátt er meira gefandi en að detta í safaríkan sleik. Athöfnin er flókin, en á sama tíma ofureinföld og frumstæð. Flestir hófu að þróa tæknina sem hormónasturlaðir unglingar, en fæsta grunaði að athöfnin gæti verið eins margslungin og hún er. Ég lærði til dæmis snemma að ef það er hægt að líkja aðferðinni við hrærivél, loftpressu eða ryksugu er maður á villigötum

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland, verst í heimi

Ísland, best í heimi-áróðurinn fór alltaf í taugarnar á mér. Ég elska landið mitt og er viss um að hér býr hellingur af hæfileikaríku fólki, sem nýtir guðsgjafir sínar til góðs. Ég er jafnvel til í að taka svo djúpt í árinni að segja að hér séu alveg jafn stórkostlegir hæfileikar og annars staðar í heiminum, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ekki erum við Indland.

Bakþankar
Fréttamynd

Ásættanlegt klám

Borgarstjóranum okkar tókst að særa fullt af fólki í vikunni þegar hann sagðist nýta krafta netsins að mestu í klámáhorf. Orðin voru að vísu slitin úr samhengi og Jón fék

Bakþankar
Fréttamynd

Reykingasamfélagið

Reykingafólk er samfélag innan samfélagsins. Það hópar sig saman í vinnu, til að svala fíkninni í fullkominni einingu. Reykingasamfélagið aðhyllist hugmyndir kommúnisma; allir skulu fá að reykja jafn mikið, ef einhver á ekki sígarettur er honum reddað og treyst til að deila þegar hann er klyfjaður. Loks skrásetja reykingamenn í huganum þá sem aðeins þiggja án þess að deila með samfélaginu.

Bakþankar
Fréttamynd

Karamellurnar

Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Útsvar, velferð og kjaftæði

Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Klístraðir puttar

Ég veit að ég er frekar seinn að skrifa þetta, en ég nenni bara ekki að tala um eldgos: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom skemmtilega á óvart. Ég var einn af þeim sem bjuggust við skraufþurrum stofnanatexta um mál sem þegar hafa litið dagsins ljós. Annað kom á daginn því mörg ummæli og lýsingar eru eins og úr bestu kvikmyndum. En þið vitið það nú þegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Hættulegur kynþokki golfara

Í vikunni var kosið um að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Samþykkt var að verja 230 milljónum í verkið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson átti eftirminni­legustu ummælin um stækkuna þegar hann sagði að golfvöllurinn yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa.

Bakþankar
Fréttamynd

Framtíð pungsins

Átakið karlmenn og krabbamein stendur nú yfir og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Landsfrægir grínistar hafa kerfisbundið hvatt okkur karlmenn til að þukla á pungunum okkar í forvarnaskyni og ekki að ástæðulausu; haldbær pungþekking getur bjargað lífi okkar.

Bakþankar