Bakþankar

Fréttamynd

Hún amma sko

Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Kurteisar aðvaranir

Í síðustu viku eyddi ég nokkrum afbragðsgóðum túristadögum í Skotlandi. Það er nú varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Skotland kom mér skemmtilega á óvart. Ég sá ekki einn einasta mann í skotapilsi en bruggaði mitt eigið viskí.

Bakþankar
Fréttamynd

Hefnd Kenanna

Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsynlegur til að sinna vissu félagslegu hlutverki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvennabaráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Eðlilegasti hlutur í heimi

Kynlíf er fallegt. Og gott. Stundum frábært, stundum minna frábært. Og yfirleitt algjört leyndarmál. Það er ekkert nýtt. Í gegnum aldirnar hefur losti jafnvel verið talinn til dauðasynda sem gætu brenglað sálarlífið með alvarlegum hætti.

Bakþankar
Fréttamynd

Eddinn

Erfiðleikarnir við að halda veglega verðlaunahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Alltaf sama lagið

Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári.

Bakþankar
Fréttamynd

Já, nei – Eyrbyggja

Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Runk, runk uppi á fjöllum

Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljótasta jólatréð

Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Faðmaðu hvolp

Ef þú ert að lesa þessi orð þýðir það að heimurinn fórst ekki í nótt. Það er ágætt – margir eru langt komnir með jólaundirbúninginn og það er ekki heldur búið að afgreiða rammaáætlun á Alþingi. Það væri synd ef ragnarök spilltu því góða máli. Kannski trúðu ekki margir þessum heimsendaspám en við hljótum samt að geta notað tækifærið til að gleðjast yfir því að framhald verði á jarðvist okkar um sinn og jafnvel endurmetið okkur aðeins í leiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Í dóm

Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Poki og Íslandssagan

Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök?

Bakþankar
Fréttamynd

Listin að gera sig að fífli

Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Þakkargjörðarkalkúnninn er kominn í IKEA

Og ekki degi of snemma. Satt að segja hef ég beðið eftir því í mörg ár að þakkargjörðin næði fótfestu á Íslandi, að við tækjum upp þann frábæra sið að þakka fyrir að einhver hafi numið landið. Þetta nemur sig ekki sjálft.

Bakþankar
Fréttamynd

Viljaskot í Palestínu

Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Þessir mættu

Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði.

Bakþankar
Fréttamynd

Skjálfandi spádómar

Sex ítalskir vísindamenn og fyrrverandi embættismaður voru í vikunni dæmdir í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sök þeirra var að hafa í aðdraganda jarðskjálftans við L'Aquila á Ítalíu í apríl 2009, sem varð 297 að bana, látið hafa eftir sér að stór jarðskjálfti væri ólíklegur til að eiga sér stað þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Að deyja úr kulda

Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. "Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn,“ var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda.

Bakþankar
Fréttamynd

Ást er allt í kringum okkur

Mín fyrsta minning um Kiirtan var þegar ég sá þetta orð skrifað stórum stöfum á krítartöflu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og nemendur boðnir velkomnir. Mér skildist að sá sem stýrði þessu væri karlmaður með gítar og sítt hár, og fannst þetta allt heldur furðulegt. Á sama tíma vissi ég fátt meira heillandi en harða rokkara með sítt hár sem sungu um dauða og djöful. Þetta Kiirtan virtist samt eitthvað einum of.

Bakþankar
Fréttamynd

230 lítrar af ógn

Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evrópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurnar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpokunum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið.

Bakþankar
Fréttamynd

Fagurbókmenntir eða pabbaklám

Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við:

Bakþankar
Fréttamynd

Helvíti á jörð

Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti.

Bakþankar
Fréttamynd

Hárfár

Ég stend á tímamótum. Ég er komin á þann stað í lífinu að dóttir mín er komin með svo sítt hár að það er eiginlega nauðsyn að setja í það teygjur á hverjum morgni. Þar sem ég hef sjálf aldrei verið með sítt hár er ég í smá vandræðum, en hef gert gott úr þessu og set yfirleitt í hana staðlað tagl.

Bakþankar
Fréttamynd

Lestur er sexý

Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt?

Bakþankar
Fréttamynd

Besta Akureyri í heimi

Fyrsta minning mín frá Akureyri er einhvern veginn svona: Ég var átta ára og að leika mér á glænýja eldrauða fjögurra gíra hrútastýris-Superia hjólinu mínu fyrir utan heima. Ég var nýfluttur í bæinn og þekkti fáa. Vatt sér þá að mér hjólbeinóttur náungi sem var að bera út Íslending og spurði hvort hann mætti prófa. Svarið var einfalt:

Bakþankar
Fréttamynd

Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95

Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. "Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr.

Bakþankar
Fréttamynd

Veiðibjöllurnar

Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð.

Bakþankar
Fréttamynd

Geðveikir endurfundir

Árum saman velti ég fyrir mér hvað varð eiginlega um hann, manninn sem hélt að ég væri eiginkona hans þegar ég var að vinna á Kleppi. Ég velti því svo mikið fyrir mér að ég skrifaði pistil um hann í DV þegar ég vann þar. Um daginn fékk ég síðan óvænt skilaboð frá manninum á Facebook. Hann hafði lesið Bakþanka sem ég skrifaði, og fundið mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Besti pistillinn

Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin.

Bakþankar