Sverrir Jakobsson

Fréttamynd

Árið 2010

Að mörgu leyti var árið sem nú er á enda ár hinna óleystu vandamála. Icesave-deilan var í hnút allt árið og í alþjóðlegum viðskiptum er Ísland ennþá í gjörgæslu

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið

Baráttan fyrir frjálsu upplýsingasamfélagi hefur undanfarnar vikur færst inn á nýtt svið þar sem vefsíðan Wikileaks hefur birt leyniskjöl ættuð frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu leyti sérstöðu á sviði utanríkismála enda stjórnarflokkarnir með mjög ólíka stefnu í þeim málaflokki. Þetta hefur verið áberandi í tengslum við Evrópusambandið og aðildar­umsókn Íslands að því. Þetta á ekki síður við varðandi afstöðuna til NATO.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrópað í hornum

Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðuhefð sem prúttlýðræði en einkenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósammála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á" (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugsað til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson í Fréttablaðinu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu endurritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinningaþrungnu orðalagi og kallar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009". Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur uppgjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólitískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlanir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svik við málstaðinn?

Í kjölfar seinustu alþingiskosninga vorið 2009 mynduðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð nýja ríkisstjórn með endurnýjuðum stjórnarsáttmála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Persónukjör að fornu og nýju

Persónukjör hefur lengi verið hjartans mál tiltekins hluta þjóðarinnar - stundum jafnvel kynnt sem hin tæknilega útfærsla á kosningum sem verði flestra meina bót.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stalín eða stjórnarskráin?

Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óþol og áræði

Það er sérkennileg tilfinning að keyra á leyfðum hámarkshraða eftir hraðbraut í Reykjavík og horfa á hvern bílinn á fætur öðrum æða fram úr. Ekki er það gert til þess að komast hraðar á áfangastað því að undantekningarlaust rekst maður á alla þessa bíla aftur á næstu

Fastir pennar
Fréttamynd

Nauðsynlegur aðskilnaður

Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki dægurmál sem tengist hegðun einstakra framámanna innan þjóðkirkjunnar í fortíð eða nútíð. Hann snýst ekki heldur um það álit sem þjóðkirkjan nýtur meðal almennings frá degi til dags. Þvert á móti er hér á ferð sígilt ágreiningsmál um grundvallaratriði; um ríkjandi viðhorf í samfélaginu til mannréttinda og félagafrelsis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sverrir Jakobsson: Nauðsyn niðurskurðar

Umræða um fjárlög næsta árs er nú þegar á villigötum. Alls staðar heyrir maður sama sönginn um nauðsyn niðurskurðar á sviðum sem varða þjóðina miklu, í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Talað er um allt að 40 milljarða króna niðurskurð sem augljóslega mun hafa geigvænleg áhrif mjög víða og getur jafnvel lamað starf víða á spítölum og í skólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sverrir Jakobsson: Bastían bæjarfógeti

Allir sem séð hafa leikrit eftir Dario Fo vita líka að mikill broddur getur fólgist í pólitískum farsa. Vel heppnaður pólitískur listagjörningur opnar nýjar víddir í hugsuninni og vinnur gegn þrengingu á möguleikum stjórnmálanna. Dæmi um það eru víðar en við höldum og ekki úr vegi að nefna til dæmis rammpólitísk barnaleikrit Egners um Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sverrir Jakobsson: Iðrun og endurmat

Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið mánudaginn 12. apríl er stórviðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er það ekki endilega vegna þess að allt sem stendur í skýrslunni komi fólki á óvart eða sé nýmæli. En skýrslan gefur ómetanlega innsýn í pólitíska menningu og viðskipti á Íslandi undanfarinn áratug. Ekki er lengur hægt að efast u

Fastir pennar
Fréttamynd

Vegtollar

Á Íslandi hefur verið sæmileg sátt um að það sé verkefni hins opinbera að tryggja góðar samgöngur í landinu. Raunar eru samgöngur eitt þeirra opinberu verkefna sem minnstur styrr stendur um þar sem aðhaldssamir frjálshyggjumenn hafa iðulega stutt samgönguframkvæmdir til að tryggja verktökum verkefni. Þessi misserin er svigrúm í opinberum rekstri hins vegar lítið og það kemur niður á vegaframkvæmdum eins og öðru. Núna eru uppi hugmyndir að breyta þessu með einkaframkvæmd til að breikka Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Slík framkvæmd verður kostnaðarsöm en í samgönguráðuneytinu hafa menn þjóðráð við því, að velta kostnaðinum yfir á vegfarendur í formi vegtolla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þarfur og óþarfur iðnaður

Það er skiljanlegt að á krepputímum sé uppi rík krafa um sparnað og hagræðingu í rekstri ríkisins. Þó má vitaskuld ekki spara brýnustu nauðsynjar eins og t.d. að halda 300 milljóna króna atkvæðagreiðslu þar sem búið er að draga annan valmöguleikann tilbaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afneitun

Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni 1918 varð til „rýtingsstungugoðsögnin". Í henni fólst að stjórnmálamennirnir sem komust til valda eftir stríðið og neyddust til að skrifa undir stranga skilmála af hálfu hinnar sigruðu þjóðar hefðu brugðist þýsku þjóðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hörmungar á Haítí

Mikill vandi steðjar nú að Haítí eftir óvenju harðan jarðskjálfta sem varð þar fyrir tveimur vikum sem kostaði um 200.000 manns lífið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valkostir Íslendinga

Áratugum saman bjó íslenska þjóðin við skilvirkt og vel rekið bankakerfi. Stærstu bankarnir voru í eigu ríkisins og bjuggu við öflugt aðhald stjórnvalda. Fyrir tæpum áratug tók kerfið hins vegar stakkaskiptum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Söguleg ráðstefna

Umhverfisráðstefnan sem haldin verður í Kaupmannahöfn 8.-15. desember gæti orðið ein mikilvægasta alþjóðaráðstefna seinni tíma. Á hinn bóginn gæti hún einnig orðið enn ein misheppnuð tilraun til að taka á vanda sem ríki heimsins hafa ekki ráðið við til þessa: Vanda hnattrænnar mengunar. Hnattræn mengun af manna völdum er glænýtt fyrirbæri í mannkynssögunni; afleiðing af iðnvæðingu og fólksfjölgun undanfarinna áratuga. Hvort tveggja kallar á aukna orkunýtingu sem bæði gengur á auðlindir heimsins og skapar hnattræna mengun.

Fastir pennar
Fréttamynd

2005-siðferðið

Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinir ókosnu

Margt bendir til að áhugaverðir tímar í sögu lýðræðis á Íslandi fari nú í hönd. Ríkisstjórn Íslands sem starfar í umboði meirihluta þjóðarinnar sætir núna hótunum af hálfu stjórnenda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem þjóðin hefur ekki kosið til neins. Svo langt gengur rimman að þessir aðilar sem ekki tala í nafni þjóðarinnar vilja ráða skattamálum á Íslandi en hóta annars skærum á vinnumarkaði; uppsögn hins svo kallaða „stöðugleikasáttmála".

Fastir pennar
Fréttamynd

Virkisborgin Ísland

Frá árinu 1996 og til ársloka 2008 sóttu rúmlega 650 einstaklingar um hæli á Íslandi. Þar af dró rúmlega fjórðungur umsóknir sínar til baka eða hvarf af landi brott. Íslensk stjórnvöld hafa því einungis þurft að afgreiða um fjörutíu umsóknir um hæli á ári að meðaltali undanfarin tólf ár - vissulega nokkru fleiri á síðustu árum. Þrátt fyrir það virðast þau veigra sér við það verk því að einungis tæpur helmingur þessara umsækjenda fékk efnislega meðferð á málefnalegum forsendum. Hinir voru sendir úr landi á grundvelli svo kallaðrar „Dyflinnarreglu" sem ætlað er að koma í veg fyrir að einn einstaklingur geti átt umsóknir í mörgum ríkjum samtímis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atvinnuleysisvandinn

Það dylst engum að ástandið í íslensku efnahagslífi er ekki gott í kjölfar þess að hið mikla krosstengslaveldi útrásarvíkinganna hrundi eins og spilaborg. Margir hafa tapað miklu en fáir meira en erlendir lánveitendur bankanna og íslensku fyrirtækjanna sem þóttu vera að gera það gott í útlöndum. Hér á Íslandi hefur hrunið einkum haft áhrif á tvennt: Annars vegar hækkandi verðbólgu og hins vegar aukið atvinnuleysi. Gengishrun krónunnar hefur á hinn bóginn verið stöðvað með upptöku gjaldeyrishafta en ekki sér fyrir endann á því hversu lengi þau verða í gildi. Gengisvandanum hefur verið slegið á frest í bili, en Íslendingar þurfa að aðlagast nýrri stöðu þar sem innfluttur varningur mun verða frekar dýr um nokkurt skeið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orkuleysi stjórnarformannsins

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðlindir á útsölu

Einungis hefur liðið rúmlega hálft ár frá því að mynduð var ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks, en það verður að teljast fádæmi í sögu lýðveldisins. Það er greinilegt að óþol þessara flokka eftir því að komast aftur á valdastóla er einnig fádæmalaust, en ekki má þó gleyma því að valdasetu þeirra er ekki enn að fullu lokið. Þeir sitja t.d. enn þá í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og verk þess meirihluta segja meira um stefnu flokkanna en mörg orð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynusli í íþróttum

Á dögunum vann 18 ára stúlka frá Suður-Afríku, Caster Semanya, yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Afrek hennar fékk þó blendin viðbrögð og fljótlega komu fram ásakanir um að Semanya hefði ekki átt að vera keppandi í þessu hlaupi þar sem hún væri í raun karlmaður. Á Semanya nú að undirgangast próf til að sanna að hún sé kona og er að vonum ekki ánægð með þessi skilyrði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldir

Skuldir heimilanna hafa verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálanna undanfarinn vetur en ekki verður sagt að þær hafi áður talist til stórverkefna íslenskra stjórnmálamanna. Það er að mörgu leyti athyglisverð staðreynd því að mikil skuldasöfnun íslenskra heimila er alls ekki nýtilkomin. Undanfarna þrjá áratugi hafa skuldir heimilanna við lánakerfið stöðugt verið að aukast. Þær voru 20% af ráðstöfunartekjum árið 1980, 80% árið 1990, 140% árið 1998 og rúmlega 200% árið 2005. Á þessum tíma voru það þó einungis fáeinir stjórnmálamenn (einkum Steingrímur J. Sigfússon) og fáeinir fræðimenn (einkum Stefán Ólafsson) sem lýstu verulegum áhyggjum af þróuninni. Mikill meirihluti stjórnmálamanna og gervallt hagfræðingastóð landsins áleit þessa þróun hins vegar ekkert sérstakt vandamál. Lengi vel hélst skuldasöfnunin líka í hendur við vaxandi meðaltekjur og virðast flestir stjórnmálamenn hafa séð fyrir sér að sú þróun gæti einungis stefnt í eina átt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurmat í skugga kreppu

Haustið 2008, skömmu eftir að kreppan kom til Íslands af fullum þunga, kom út bók eftir Guðmund Magnússon, sem kallaðist Nýja Ísland. Í því riti, sem væntanlega var að stórum hluta ritað áður en áhrif kreppunnar komu fram, kemur fram hörð gagnrýni á hugmyndafræði „útrásarinnar" og misskiptingu auðs á Íslandi undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Einnig tekst höfundur á við klisjuna um að íslenskt samfélag hafi losnað úr einhverjum læðingi undanfarna áratugi. Fyrir 1990 hafi allt verið hér í niðurníðslu en síðan höfum við orðið frjáls í skjóli duglegra athafnamanna sem hafi sett punktinn yfir i-ið með hinni margmærðu útrás. Gagnrýni Guðmundar var athyglisverð fyrir þær sakir að hún var sett fram frá sjónarhóli hægrimanns, en vinstrimenn höfðu þá um nokkurt skeið sagt það sama. Undirritaður ritaði m.a. á vefritið Múrinn við áramót og 2005 og sagði þá: „Vel má vera að þessi klisja fái snöggan endi ef braskið á hinum erlendu mörkuðum ber ekki þann árangur sem að er stemmt." Það þurfti svo sem ekki mikla athyglisgáfu til að geta haft áhyggjur af því hvert stefndi. Þar nægði að vísa til reynslunnar af verðbréfaloftbólunni sem náði hámarki á árunum 1999-2000 og hruninu í kjölfarið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkisstjórn jafnaðar?

Hinn 1. febrúar sl. var í fyrsta sinn í sögu Íslands skipuð ríkisstjórn þar sem fjöldi karla og kvenna var jafn, fimm konur og fimm karlar. Ríkisstjórnin reyndist enda svo vinsæl að eftir þingkosningar 25. apríl sl. var hún orðin meirihlutastjórn. Því miður urðu úrslit stólaleiksins eftir kosningar þau að ráðherrum var fjölgað og af einhverjum ástæðum þurfti að finna sæti handa fleiri karlmönnum en konum, þannig að núna eru sjö ráðherrar karlar en fimm konur. Þetta verða að teljast nokkur vonbrigði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útrás og einangrun

Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont. Það lýsir sér í því að þeir sem vilja upphefja land og þjóð telja okkur hátt yfir aðrar þjóðir hafnar, nema þá einna helst stórþjóðir. Ekki þarf að leita langt eftir dæmum. Fyrir fáeinum misserum ályktaði t.d. Viðskiptaráð að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum". Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga. Núna ættu aðrar þjóðir að læra bissness af okkur en við þyrftum svo sannarlega ekkert að læra af þeim. Á bak við orðræðuhefð útrásarinnar var þó áratugagömul hugmyndaleg ræktun íslensku minnimáttarkenndarinnar sem birtist til skiptis í vesældómi og vantrú á eigin getu á milli þess sem hún brýst út í monti og ofmati á eigin hæfileikum.

Fastir pennar