Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Garðar markakóngur

Garðar Gunnlaugsson skoraði mark Norrköping í gær þegar liði tapaði 2-1 fyrir Degergors í lokaumferði sænsku 1. deildarinnar í gær. Garðar skoraði þarna sitt 18. mark í deildinni en lið hans hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Rosenborg hættur

Rosenborg vann einn eftirminnilegasta sigur í sögu félagsins í gær þegar það skellti spænska stórliðinu Valencia 2-0 í Meistaradeildinni. Þjálfarinn Knut Tørum virðist hafa ákveðið að hætta á toppnum því hann sagði af sér eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar tilnefndur sem varnarmaður ársins

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er einn af fjórum leikmönnum sem koma til greina sem varnarmaður ársins í sænska fótboltanum. Tilnefningarnar hafa verið kynntar en lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð verður þann 12. nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann norskur meistari

Viking hjálpaði Brann að tryggja sér norska meistaratitilinn í kvöld. Viking vann 2-1 sigur á Stabæk og þar með er ljóst að Íslendingaliðið Brann er orðið norskur meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigrar hjá Djurgården og Gautaborg

Djurgården og Gautaborg unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en lokaumferðin verður leikin næsta sunnudag. Bæði lið hafa 46 stig en Kalmar er með 45 stig í þriðja sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Fagnaðarhöld Brann frestast

Brann mistókst í dag að tryggja sér norska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að liðið tapaði fyrir Álasundi á útivelli í dag, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Garðar og Stefán skoruðu

Íslendingarnir í Norrköping höfðu báðir skotskóna meðferðis þegar liðið heimsótti Örgryte í kvöld. Norrköping vann 5-0 sigur en Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö af mörkunum og Stefán Þórðarson eitt.

Fótbolti
Fréttamynd

Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Hammarby tapaði fyrir Helsingborg

Þrír leikir voru í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hammarby tapaði á heimavelli 0-2 gegn Helsingborg. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby en Heiðar Geir Júlíusson sat á bekknum og kom ekkert við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bikarinn til Brann

Nánast ekkert getur komið í veg fyrir að Íslendingaliðið Brann hampi norska meistaratitlinum í ár. Brann vann Lyn 3-1 í kvöld og er með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Molde aftur upp í úrvalsdeildina

Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Valerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var aftur á skotskónum fyrir Valerenga í norska boltanum í gærkvöld en það dugði skammt þegar liðið tapaði 1-3 heima fyrir Lilleström. Honum var skipt af velli á 83. mínútu en Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Lilleström. Árni Gautur Arason stóð vaktina í marki Valerenga.

Fótbolti
Fréttamynd

Símun og Allan skoruðu

Símun Samuelsen skoraði fyrir lið sitt, Notodden, í norsku 1. deildinni í dag. Það dugði þó skammt þar sem liðið tapaði fyrir Hönefoss, 4-1.

Fótbolti