Viðskipti

Fréttamynd

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku

Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári

Aukin innviðauppbygging varð til þess að skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, jukust um tæpa fjóra milljarða í fyrra. Fjárfest var fyrir 3,2 milljarða í fyrra. Áætlun sem kynnt var borgarstjórn í árslok 2016 gerði ráð fyrir fjárfestingu upp á 3,9 milljarða til fimm ára. Örari vöxtur skýringin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brim hf. verður Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

Brim hf. heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. en þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins í dag. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.