Írak

Fréttamynd

Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar

Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja.

Erlent
Fréttamynd

Boðar frekari árásir á sveitir Íran

Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása samkvæmt varnarmálaráðherra ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi

Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð

Fjórir létust og 35 slösuðust í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmæli hafa staðið yfir í mánuð og yfir 250 hafa manns látið lífið. Stjórnvöld hafa reynt ýmsar leiðir, meðal annars að loka á aðgang að interneti

Erlent
Fréttamynd

Esper segir að her­sveitir Banda­ríkjanna gætu verið á­fram í Sýr­landi

Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna

Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað

Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna.

Erlent