Tölvuárásir

Fréttamynd

Vaxandi áhyggjur af netárásum birtast í kröftugum tekjuvexti Syndis

Mikill tekjuvöxtur hjá Syndis, sem hefur ráðandi markaðshlutdeild í netöryggislausnum hér á landi, endurspeglar sívaxandi áhyggjur íslenskra fyrirtækja af netárásum. „Eftirspurnin hefur aukist mikið og við eigum eftir að sjá enn stærra stökk árið 2022,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis.

Innherji
Fréttamynd

Kapp­kosta við þjálfun starfs­fólks til að geta sinnt verk­efnum kollega sinna á flótta í Úkraínu

Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brotist inn í netkerfi Strætó

Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar um landsmenn í hættu

Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum.

Innlent
Fréttamynd

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum

Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn

Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kortanúmerum og lykilorðum ekki stolið frá Twitch

Forsvarsmenn Twitch, vinsællar streymisveitu, segja að fullum kreditkortanúmerum notenda hafi ekki verið stolið. Þá hafi ekkert sést sem bendi til þess að lykilorðum hafi einnig verið stolið í umfangsmiklum gagnaleka.

Erlent
Fréttamynd

Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag.

Innlent