Kauphöllin

Fréttamynd

Verð­lagning ís­lenskra banka leitar í sama horf og nor­rænna

Snörp gengislækkun á undanförnum mánuðum veldur því að markaðsvirði íslenskra banka er nú orðið sambærilegt og bókfært virði eiginfjár. Lækkunin helst í hendur við meðaltalsþróun hjá fimm stærstu bönkum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sjóðstjóra, en það má rekja til þess að horfur séu á minni arðsemi, hægari vöxt í vaxtartekjum, meiri kostnaði og aukinnar áhættu í rekstri.

Innherji
Fréttamynd

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat VÍS hækk­ar í ljós­i hærr­a vaxt­a­stigs og stærr­a eign­a­safns

Jakobsson Capital verðmetur tryggingafélagið VÍS níu prósentum hærra en sem nemur markaðsgengi um þessar mundir. Samsett hlutfall félagsins var hátt á fyrsta ársfjórðungi eða 110,4 prósent. Það þýðir að iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og rekstrarkostnaði. Tvö stór tjón leiddu til þess að hlutfallið var fjórum prósentum stigum hærra en ella og kostnaður við forstjóraskipti og samrunaviðræður við Fossa jafngildir tveimur prósentustigum í samsettu hlutfalli, segir hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.

Innherji
Fréttamynd

Oculis klárar hlutafjárútboð upp á nærri sex milljarða

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið.  

Innherji
Fréttamynd

Sjó­vá seld­i hlut­a­bréf fyr­ir 2,3 millj­arð­a en bætt­i við sig í Al­vot­ech

Sjóva seldi hlutabréf fyrir um 2,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og bætti við sig stuttum ríkisskuldabréfum. Forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu sagði að á undanförnum tveimur árum hafi Sjóvá verið að undirbúa eignasafnið fyrir hærra vaxtastig og meiri verðbólgu. Tryggingafélagið keypti í Alvotech fyrir rúmlega 600 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar selt í hluta­bréfa­sjóðum fyrir nærri fjóra milljarða frá ára­mótum

Almennir innlendir verðbréfasjóðir hafa horft upp á nettó útflæði í hverjum mánuði frá áramótum samhliða áframhaldandi erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Fjárfestar hafa þannig minnkað stöðu sína í hlutabréfasjóðum um 3,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem kemur til viðbótar við útflæði úr slíkum sjóðum upp á samtals átta milljarða á öllu árinu 2022.

Innherji
Fréttamynd

Ocu­lis að sækja um átta milljarða króna í nýtt hluta­fé

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað fyrir tuttugu árum af tveimur íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur ákveðið að efna til hlutafjárútboðs sem er beint að innlendum og erlendum fjárfestum en ætlunin er að sækja samtals um átta milljarða króna miðað við núverandi markaðsgengi. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um 20 prósent frá því að það var skráð í kauphöll Nasdaq í New York fyrr á árinu en niðurstöður nýlegra verðmata gefa til kynna að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði.

Innherji
Fréttamynd

„Alveg klárt“ að Aztiq hefur fjár­hags­styrk og vilja til að styðja við Al­vot­ech

Of snemmt er slá því föstu hvort Alvotech þurfi yfir höfuð að sækja sér viðbótar fjármagn á þessu ári til að styðja við reksturinn, að sögn forstjóra og aðaleigenda félagsins. Í ítarlegu viðtali við Innherja segir hann að ef ráðist verður í „mjög lítið“ hlutafjárútboð vegna mögulegrar seinkunar á því að komast inn á Bandaríkjamarkað þurfi enginn að „velkjast í vafa“ um getu Aztiq, fjárfestingafélags Róberts Wessman, til að leggja til þá fjármuni sem þar þyrfti. FDA hefur fallist á að eiga fund með Alvotech eftir ríflega tvær vikur til að fara yfir svör félagsins við þeim athugasemdum eftirlitið gerði við framleiðsluaðstöðu þess.

Innherji
Fréttamynd

Mikil á­skorun að ná 3,5 prósenta raun­á­vöxtun með verð­bólgu í hæstu hæðum

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum.

Innherji
Fréttamynd

Lækkar verð­mat á Al­vot­ech vegna ó­vissu um inn­komu á Banda­ríkja­markað

Ólíklegt er að Alvotech takist að standa við áður yfirlýst áform um að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár heldur má ætla að FDA muni ekki samþykkja umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrr en í desember. Þær tafir valda því að greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley hafa lækkað verðmat sitt á íslenska líftæknifyrirtækinu um 40 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Er­lendir fjár­festar ekki átt stærri hlut í Ís­lands­banka frá skráningu

Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Sam­legð af sam­run­a VÍS og Foss­a nemi allt að 750 millj­ón­um á ári

Áætlað er að samlegð af samruna VÍS og Fossum fjárfestingabanka nemi 650-750 milljónum króna á ári og komi inn að fulla eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 krónum á hlut í yfir 2,5 krónur á hlut vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar, samkvæmt áætlunum stjórnenda félaganna.

Innherji
Fréttamynd

Pen­ing­a­stefn­u­nefnd ætti að fund­a oft­ar í ljós­i krefj­and­i að­stæðn­a

Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech og Mar­el hald­a mark­aðn­um niðr­i en hækk­an­ir víða er­lend­is

Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.

Innherji
Fréttamynd

Marel réttir úr kútnum við brotthvarf sjóðastýringarrisans Capital Group

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var lengi stærsti erlendi fjárfestirinn í Marel, hefur á liðlega 20 mánuðum losað um alla hluti sína en sjóðir félagsins voru um tíma með samanlagt um 40 milljarða króna hlutabréfastöðu í íslenska fyrirtækinu. Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt undir lok vikunnar vegna væntinga um að brotthvarf Capital Group úr hluthafahópnum myndi létta á stöðugu framboði bréfa til sölu í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn

Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum.

Innherji
Fréttamynd

„Ýmsar sviðs­myndir“ til skoðunar með frekari fjár­mögnun Al­vot­ech

Hlutabréfaverð Alvotech lækkaði mest um 15 prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í dag eftir að tilgreint var að félagið væri að undirbúa að sækja sér aukið fjármagn vegna óvissu um samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf en sú verðlækkun hafði gengið til baka að stórum hluta við lokun markaða. Félagið segist ekki geta á þessari stundu sagt til hvort ætlunin sé að leita mögulega til íslenskra fjárfesta eftir auknu fjármagni, en fjórir mánuðir eru síðan Alvotech lauk 20 milljarða hlutafjárútboði hér á landi þar sem þátttakendur voru einkum lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir.

Innherji
Fréttamynd

Alvotech skoðar að sækja sér aukið fjármagn

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem bíður enn svara frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf í Bandaríkjunum, er um þessar mundir að skoða möguleika á því að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. Félagið átti um 116 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 16 milljarða íslenskra króna, í handbært fé í lok fyrsta fjórðungs en hlutabréfaverð þess hefur lækkað um 35 prósent eftir að ljóst varð um miðjan síðasta mánuð að FDA gerði enn athugasemdir við framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Rekst­ur Öl­­gerð­­ar­­inn­­ar mun þyngj­­ast á næst­­a ári og að­­stæð­­ur minn­­a á  2019

Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði  þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.

Innherji
Fréttamynd

Of seint í (frumút­boðs)rassinn gripið

Heimamarkaðurinn hefur sannað sig sem öflugur bakhjarl íslenskra vaxtarfyrirtækja og stökkpallur fyrir þau á alþjóðlega markaði. Hefur þar munað miklu um stuðning íslensku lífeyrissjóðanna og getu þeirra til að fjárfesta í hlutabréfum til langs tíma. Við þurfum að halda í þetta og gera enn betur.

Umræðan
Fréttamynd

Öl­gerðin vildi stækka með yfir­töku á fyrir­tækjarisanum Veritas

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.

Innherji