Fréttir

Fréttamynd

Málamiðlun sem sögð er ganga of skammt

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint.

Innlent
Fréttamynd

Lundur í minningu fórnarlamba

Gróðurreitur til minningar um þá sem voru myrtir í Ósló og Útey 22. júlí 2011 verður í jaðri friðlandsins í Vatnsmýrinni; í nánd við Norræna húsið og Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 65 látnir eftir árásirnar

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim.

Erlent
Fréttamynd

Áttatíu taldir af

Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Boðar sölu á Landsbankahlut í ár

Til stendur að hefja sölu á hlut ríkisins að því er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofuna Reuters. Salan er ekki að öllu í samræmi við framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins frá í mars síðastliðnum, þar sem segir að stofnunin geri ekki ráð fyrir því að leggja til að sala eignarhluta í Arion banka og Landsbankanum geti hafist fyrr en á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Bretar virðast á móti reglum

Ráðamenn í Bretlandi virðast hafa reynt markvisst að veikja eða koma í veg fyrir setningu sam-evrópskra reglugerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það sýna skjöl sem lekið hefur verið og breska blaðið Guardian segir frá.

Erlent
Fréttamynd

Sigu með lamb úr Kaplagjótu

Tveir ungir björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum komu lambi til bjargar síðdegis í gær. Lambið var í sjálfheldu í Kaplagjótu í Herjólfsdal.

Innlent
Fréttamynd

Myndir af forseta teknar niður

Utanríkisráðuneytið hefur sent sendiráðum Íslands erlendis ábendingu um að þess sé gætt að myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hangi ekki uppi á kjörstað í sendiráðum og á ræðismannsskrifstofum.

Innlent
Fréttamynd

Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga

Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins

SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland

Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum.

Innlent
Fréttamynd

Kanna viðhorf til mismunandi kosningakerfa

Hugur íslenskra netnotenda til forsetaframbjóðenda er kannaður á nýrri kosningasíðu. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason standa fyrir vefsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti

Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Dýpkunarskip fór síðast í apríl

Siglingastofnun býst við að Landeyjahöfn verði opin í allt sumar og að ekki þurfi að dýpka hana að ráði. Höfnin hefur verið opin síðan í apríl og þá fór dýpkunarskip þar síðast um.

Innlent
Fréttamynd

Vinni reglubundið samræmda húsnæðisáætlun

Velferðarráðuneytið ætti að gera samræmda húsnæðisáætlun fyrir Ísland á fjögurra ára fresti hið minnsta. Í slíkri áætlun þyrfti að meta framboð íbúðarhúsnæðis samkvæmt skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Þá þurfi áætlanir fyrir einstaka landshluta að vera í samræmi við líklega fólksfjöldaþróun, áætlaða atvinnuuppbyggingu og fleira sem líklegt er til að hafa áhrif á húsnæðisuppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr dýravernd í frumvarpi

Dýralæknafélag Íslands mótmælir harðlega þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á tillögum nefndar til lagafrumvarps um dýravelferð.

Innlent
Fréttamynd

Leitast við að draga úr áhættu

lÁhersla er lögð á mataræði og næringarefni sem stuðla að því að draga úr áhættu á næringartengdum sjúkdómum í nýjum tillögum að Norrænu næringarráðleggingunum 2012 (NNR).

Innlent
Fréttamynd

Lækkun á mörkuðum í lok dags

Neyðarlán Spánverja frá Evrópusambandinu hefur veitt bæði Spáni og evrusvæðinu öllu aukinn tíma til að takast á við vandamálin sem steðja að. Þetta sögðu spænskir fjölmiðlar í gær, en jafnframt sögðu þeir flestir að neyðarlánið væri aðeins fyrsta skrefið í endurbyggingu hagkerfisins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Karadzic vill frávísun í Haag

Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við evruna eykst

Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån. Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi

Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu.

Erlent
Fréttamynd

SÞ kalla heim frá Mjanmar

Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Öllum frambjóðendum boðið

Vegna ákvörðunar Þóru Arnórsdóttur um að mæta ekki Ólafi Ragnari Grímssyni ein í kappræðum í Hörpu á morgun, hefur verið tekin ákvörðun á fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis að bjóða öllum frambjóðendum í beina útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is sem hefst klukkan 18:55 á morgun.

Innlent
Fréttamynd

19 milljónir í ESB umfjöllun

EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljarðatugir fólgnir í þara

Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna

Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær loks afhent Nóbelsverðlaun

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991.

Erlent