Lífið

Syngjandi hús í Manchester - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður hljómur.
Magnaður hljómur.
Beetham turninn er hæsta byggingin í Manchester á Englandi. Turninn er 47 hæða og var hann fullbúinn árið 2006.

Hann er 169 metrar á hæð og er tólfta hæsta byggingin í Bretlandi. Það sem gerir þennan turn aftur á móti merkilegan er að hann syngur.

Ef vindurinn er sterkur og það blæs aðeins ómar falleg tónlist við bygginguna. Líklega er um hönnunargalla að ræða en hér að neðan má hlusta á þessa fallegu tóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×