Lífið

Svona fór Ed Sheeran að því að skera af sér 20 kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta aðferð.
Fínasta aðferð.
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag og er því fjallað mikið um Bretann í fjölmiðlum.

Eitt af því sem lesa má í erlendum miðlum er um hvernig hann fór að því að missa tæplega tuttugu kíló.

Sheeran á nóg af peningum og hefur heldur betur efni á því að fá sér einkaþjálfara, aðstoð næringarfræðings og bestu mögulegu líkamsræktaraðstöðu, en hann fór aðra leið. Aðferð sem kostar ekki krónu.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikið ég hreyfði mig þegar ég var að túra. Þá borðaði ég bara pítsu og drakk bjór. Þegar ég tók mér frí frá tónleikaferðalögunum, hélt ég áfram að borða það sama,“ segir Sheeran í útvarpsviðtali.

„Allt í einu passaði ég ekki í fötin mín og hélt fyrst að þau hefðu skroppið saman í þvotti. Það eina sem ég gerði var að skokka í tíu mínútur á dag. Ég spretti í 30 sekúndur, og skokka í 30 sekúndur og leyndarmálið er að missa ekki úr einn einasta dag.“

Með þessari aðferð missti Sheeran um tuttugu kíló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×