Lífið

Svona breytir Hugh Jackman sér í Wolverine

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jackman hefur verið rosalegur í myndunum.
Jackman hefur verið rosalegur í myndunum.
Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine úr X-Men en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni.

Þetta er síðasta kvikmyndin sem Hugh Jackman leikur Wolverine en hann hefur farið með þetta hlutverk í 17 ár.

Jackman þurfti heldur betur að hafa fyrir því að koma sér í rétt líkamlegt atgervi fyrir kvikmyndina og lagði hann sig allan fram, bæði í ræktinni og þá sérstaklega í matarræðinu.

Leikarinn léttist um tíu kíló fyrir kvikmyndina og hefur hann aldrei litið betur út. Hann hefur í raun þurft að vera í toppformi frá árinu 1999 þegar hann byrjaði að fara með hlutverk Wolverine.

Hann mætir alltaf sex daga vikunnar í ræktinni og þá alltaf tvisvar sinnum á dag.

Jackman tekur ávallt ákveðna rispu fyrir hverja mynd og lyfti aðeins mjög þungu fyrstu þrjá vikurnar í átakinu.

Á fjórðu vikunni fer hann að lyfta töluvert léttara, en mun fleiri endurtekningar. Þetta hefur það í för með sér að vöðvarnir á honum stækka hraðar.

Hann segir að ef maður borðar ekki rétt með líkamsræktinni geti maður alveg eins sleppt þessu öllu saman.

„Ég borða mjög mikið, en ég borða rétt. Stundum verð ég að pína ofan í mig einn bita í einu, í raun svolítið eins og að vera í ræktinni,“ segir Jackman.

Hann borðar sex þúsund kaloríur á dag þegar hann er að breyta líkama sínum í Wolverine. Hann segist hafa hringt í Dwayne Johnson, the Rock, og fengið ráðleggingar frá honum.

Hann borðar aðeins mat sem inniheldur margar kaloríur en mjög lítið af kolvetnum.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem sýna hvernig leikarinn kemur sér í form fyrir kvikmynd.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×