Innlent

Sverrir Mar vill taka við af Gylfa

Atli Ísleifsson skrifar
Sverrir Mar Albertsson hefur stýrt Afli frá árinu 2005.
Sverrir Mar Albertsson hefur stýrt Afli frá árinu 2005. Mynd/ASÍ
Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. Frá þessu greindi Sverrir Mar á miðstjórnarfundi ASÍ fyrr í dag, en á þeim sama fundi tilkynnti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að hann hugðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs.

Sverrir Mar segist í samtali við Vísi að undanförnu hafa rætt það við sitt fólk hvað myndi gerast ef Gylfi myndi ákveða að draga sig í hlé. Hann segir að engan annan hafa lýst því yfir á fundinum fyrr í dag að viðkomandi væri að undirbúa framboð.

Hann segir ákvörðun Gylfa um að bjóða sig ekki fram til endurkjörs hafa verið skiljanlega. „Menn verða bara að tala um það eins og það er, að það er klofningur í hreyfingunni. Persóna Gylfa hefur verið gerð að talsvert miklu bitbeini og hann mat það þannig að það myndi skaða hreyfinguna ef hann myndi sitja áfram.“

Sverrir Mar segist oft hafa verið með aðrar áherslur en Gylfi, bæði innan miðstjórnar og annað slíkt, og kveðst Sverrir oft hafa viljað fara róttækari leiðir en ASÍ hefur farið undir stjórn Gylfa. „Eins og staðan er í dag tel ég mjög mikilvægt að sætta þessar fylkingar og að menn nái að fara sameinaðir inn í kjarasamninga. Ef ekki saman þá sundur í sátt.“

Sverrir Mar hefur stýrt Afli frá árinu 2005.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×