Lífið

Svaraði manni sem gerði grín að krabbameini móður hans

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Greenwood eftir leikinn í gær.
Greenwood eftir leikinn í gær. Vísir/Getty
Svo virðist sem sumir leyfi sér allt á netinu. Fyrir leik í bandaríska háskólaboltanum hóf maður á Twitter að gera mikið grín að einum leikmanni og varð krabbamein móður leikmannsins notað gegn honum, til þess að reyna að koma honum úr jafnvægi.

„Þegar ég vakna á morgun verður móðir mín ekki með krabbamein," segir maðurinn í einu tístinu. Og í öðru segir hann: „Móðir Greenwood kemur á leikinn í líkfylgd."

Hér má sjá hluta af tístum mannsins.


En leikmaðurinn, sem heitir Hugh Greenwood svaraði heldur betur fyrir sig. Hann átti skínandi leik, vann leikinn nánast einn síns liðs. Og í sjónvarpsviðtali sagði hann þetta:





Maðurinn á Twitter sem kallaði sig @TheRebelAssHole hefur nú eytt reikningi sínum á samskiptamiðlinum. Nafn mannsins vísar líklega til nafn liðsins sem hann styður, því í gær lék Greenwood gegn liðinu UNLV Running Rebels.

Greenwood sem er á sínu fjórða ári í háskóla skoraði 22 af 71 stigi liðsins síns í gær, en hann leikur með University of New Mexico. Hann tróð í leiknum og setti sex þriggja stiga körfur. Ótrúleg frammistaða.

Á twitter hafa fjölmargir fordæmt tístarann grófa sem gerði grín af mömmu Greenwood.

Greenwood tróð í leiknum í gær, í fyrsta í langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×