Lífið

Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Svala keppir í Kiev.
Svala keppir í Kiev. Vísir/Andri Marinó
Svala vann Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Paper í kvöld. Hún mun því keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí.

Eftir fyrri umferðina þar sem atkvæði sjö manna alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vógu jafnt voru Svala Björginsdóttir og Daði Freyr Pétursson með flest atkvæði og fluttu þau lög sín aftur.

Að þeim flutningi loknum hófst ný símakosning. Að henni lokinni bara Svala sigur úr býtum.

„Ég vil endilega að þið gefið öllum þeim sem kepptu hérna í kvöld og í báðum forkeppnunum gott klapp vegna þess að þetta er búið að vera svo flott og það er svo gaman að fá að taka þátt í þessu. Við getum verið svo stolt af okkar tónlistarfólki. Við erum sko pro á Íslandi, í heimsklassa. Það er bara þannig. Við tökum þetta alla leið í Kiev, við gerum það,“ sagði Svala þegar úrslitin voru ljós.

Flutning Svölu frá því í kvöld má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×