Innlent

Svæfður eftir að hafa drepið fimm kindur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Hundur var svæfður eftir að hafa verið staðinn að því að bíta fé til dauðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Atvikið átti sér stað ofarlega á Skeiðum í síðustu viku.  Eigandi fjárins kom að þar sem tveir hundar voru að atast í fé.

Í ljós kom að í valnum láu fimm fjár auk nokkurra særðra. Eigandi fjárins náði öðrum hundinum og kom honum í hendur hundaeftirlitsmanns. Hinn hundurinn slapp. Að ákvörðun lögreglu var handsamaða hundinum komið til dýralæknis sem svæfði dýrið.

Seint í gærkvöldi kom upp eldur í bifreið sem var ekið til vesturs eftir Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fór frá Hveragerði og réði niðurlögum eldsins. Ökumaður og farþegi komust heilir út úr bifreiðinni sem eyðilagðist í eldinum. Umferð truflaðist lítils háttar á meðan slökkvistarf stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×