Innlent

Sundlaugahallæri í blíðunni á Akureyri og í Vesturbænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarin tvö ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun.
Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarin tvö ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun. Vísir/Daníel
Fastagestir í Vesturbæjarlauginni og Sundlaug Akureyrar hafa rekið sig á lokanir í laugunum undanfarna daga og jafnvel vikur. Vesturbæjarlaugin hefur verið lokuð vegna viðhalds frá því á mánudaginn en til stendur að opna hana aftur á morgun. 



Sumarið 2015 er Akureyringum ofarlega í minni enda kalt í veðri. Norðanmenn vonast eftir meiri hlýju í sumar og er hlýtt og gott í bænum í dag.Vísir/Auðunn
Vesturbæjarlaugin hefur notið mikilla vinsælda síðan nýr og stór heitur pottur var tekin í notkun í maí 2014. Potturinn var hluti af endurbætum upp á 160 milljónir króna þar sem klefar voru gerðir upp, svæði laugarinnar stækkað og girðingu með gluggum komið upp umhverfis laugina.

Rjómablíða er á höfuðborgarsvæðinu í dag líkt og norðan heiða. Viðgerð á sundlauginni á Akureyri stóð yfir stóran hluta maí og stendur enn. Þannig er syðri laugin lokuð en hún er kaldari laugin þar sem keppnisfólk æfir meðal annars. Sundlaugagestir geta þó notast við aðra hlýrri laug. Þá er stærsti heiti potturinn, Grettiskerfið, lokaður vegna viðhalds.

Starfsmaður Sundlaugar Akureyrar, sem Vísir ræddi við í gær, vildi ekki áætla hvenær viðgerðum lyki en það yrði vonandi innan tíðar. 

Þá má bæta því við að Sundhöllin í Reykjavík verður lokuð frá 8. júní og til og með 5. ágúst vegna framkvæmda.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×