LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 23:31

Ráđherrann sem reyndi ađ bjarga lögreglumanninum heiđrađur

FRÉTTIR

Súđavíkurhlíđin sé í reynd rússnesk rúlletta

 
Innlent
14:55 16. MARS 2016
"Súđavíkurhlíđin er í reynd rússnesk rúlletta međ tilliti til öryggis vegfarenda, sem er óásćttanlegt," segir í ţingsályktunartillögunni. VÍSIR/PÉTUR MARKAN

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að Álftafjarðargöng verði tekin inn í næstu samgönguáætlun og hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Vegurinn um Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og Súðavíkurhlíð í Álftafirði sé stórhættulegur vegfarendum vegna tíðar ofanflóða, einkum snjóflóða.

Farið er fram á að innanríkisráðherra verði falið að gera nauðsynlegar breytingar á samgönguáætluninni þannig að jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar í Ísafjarðardjúpi verði næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum á eftir Dýrafjarðargöngum. Ráðherra hefji þegar undirbúning vegna jarðgangnagerðarinnar og tryggi jafnframt nægilegar fjárveitingar til fyrirhugaðra snjóflóðavarna.

Sjá einnig: Sex krapaflóð féllu á veginn um Súðavíkurhlíð á mánudag

Óásættanlegt ástand
Í greinargerð með tillögunni segir að árum saman hafi sú vitneskja legið fyrir að vegurinn um Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og Súðavíkurhlíð í Álftafirði sé stórhættulegur vegfarendum vegna tíðra ofanflóða, einkum snjóflóða. Það hafi komið átakanlega glöggt í ljós í ofviðri sem gekk yfir Vestfirði áramótin 2012 þegar fjölmörg snjóflóð féllu á þessari leið á fáeinum dögum.

„Tepptust þar með allar bjargir og aðföng til og frá Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða. Þær aðstæður sem þar með mynduðust eru með öllu óásættanlegar fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum sem sækja heilbrigðisþjónustu og aðra grunnþjónustu til Ísafjarðar,“ segir í ályktuninni.

Þá segir jafnframt að Súðavíkurhlíðin sé í reynd rússnesk rúlletta með tilliti til öryggis vegfarenda, sem sé óásættanlegt.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Súđavíkurhlíđin sé í reynd rússnesk rúlletta
Fara efst