Innlent

Strætó fór útaf veginum á Hellisheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strætisvagninn úti í vegakanti á Hellisheiðinni í dag.
Strætisvagninn úti í vegakanti á Hellisheiðinni í dag. Vísir/Kristófer
Strætó númer 51 fór útaf veginum í Hveradalabrekku á Hellisheiði á öðrum tímanum í dag. Farþegi í strætisvagninum segir mikla mildi að ekki hafi farið verr en slys munu ekki hafa orðið á fólki.

Strætisvagninn var fullur af farþegum að sögn farþegans Einars Óskars Sigurðssonar sem tjáði sig um atvikið í færslu í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar birtir hann myndir af vagninum og dekkjunum.

„Þetta er svo langt frá því að vera í lagi hjá einu af stærstu fyrirtækjum á Íslandi í farþegaflutningum og ferðaþjónustu. Vinnubrögðin og viðbrögð starfsmanna Strætó á staðnum eru svo efni í annan póst,“ segir Einar.

Gísli Jens Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla sem sjá um leiðina, hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa náði tali af honum.

Um þriðja tilfellið er að ræða í dag þar sem hópferðabíll fer af veginum. Annars vegar í tilfelli alvarlegs slyss á Þingvallarvegi þar sem rúta valt en í hinu tilfellinu fór rúta útaf nærri Helliðsheiðarvirkjun en engin slys urðu á fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×