Lífið

Stórhættulegar risaeðlur í Reykjavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bók Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík, kom út í gær. Í október í fyrra ýtti hann úr vör lestrarátaki og gátu krakkar skilað inn miðum fyrir hverjar þrjár bækur sem þau lásu. Fimm heppnir fengu síðan persónur í nýju bókinni nefndar í höfuðið á sér. Bókin er prentuð í sérstöku letri sem gerir lesblindum auðveldara með að lesa hana og teikningar bókarinnar eru eftir Rán Flygenring.

Sjá einnig: Gamall bókaormur með lestrarátak

Áður en Ævar varð vísindamaður langaði ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein. En á ellefu ára afmælisdaginn hans breyttist allt saman og er þetta umfjöllunarefni nýrrar bókar hans. Þetta er bók um sjö bandóðar risaeðlur, stórhættulegan ungling, gagnsemi skotbolta, strætóbílstjóra í lífshættu og heimsins bestu félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×