Innlent

Stór pollur eða sæmilegt stöðuvatn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Byggingakrani féll í Garðabænum og flóð varð á Völlunum.
Byggingakrani féll í Garðabænum og flóð varð á Völlunum. Mynd/Baldur Kristmundsson/Hrinrik Hafsteinsson
Flestir landsmenn geta verið sammála því að veðrið í gær var ömurlegt, ekki síst suðvestanlands. Bæði var hvasst og blautt auk þess sem bráðinn snjór varð til þess að niðurföll höfðu ekki undan.

Hinrik Hafsteinsson var einn þeirra sem ók fram á djúpan og mikinn poll nærri íþróttahúsinu við Ásvelli í Hafnarfirðinum um hálf sexleytið í gær. Reyndar velti Hinrik fyrir sér í athugasemd með myndbandinu sem hann tók af aðstæðum hvort svona poll ætti ekki hreinlega að flokka sem „sæmilegt stöðuvatn.“

Eins og sjá má á myndbandinu nær vatnið hátt upp á hliðar bifreiðar Hinriks og þá má sjá jeppa keyra í gegnum vatnselginn.



„Skemmtilegur pollur sem tók á móti mér í Hafnarfirði. Reyndar komu orðin „tjörn“ eða “sæmilegt stöðuvatn“ fyrst í hugann þegar ég neyddist til að bakka uppúr honum til að sleppa heill á húfi,“ sagði Hinrik.

Grínast félagar hans með hvort hann hafi ekki hreinlega verið kominn í Ásvallalaug sem er á næstu grösum. Annar spyr hvað hann hafi verið að gera í Læknum?

„Læknum? Ég var heppinn að reka ekki út á Faxaflóa,“ svarar Hinrik.

Þá voru hviður svo miklar á tímabili í gær að byggingakrani féll til jarðar í Garðabænum eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×