Lífið

Stofnandi Backstreet Boys lést í fangelsi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Lou Pearlman og 'NSYNC 1996.
Lou Pearlman og 'NSYNC 1996. Getty
Lou Pearlman, fyrrum umboðsmaður og stofnandi fjölda frægra drengjasveita á borð við Backstreet Boys og 'NSYNC, lést seinasta föstudag, 62 ára að aldri. Pearlman lést í fangelsi, en hann var að afplána 25 ára dóm sem hann hlaut árið 2006 fyrir stórfellt peningasvindl.

Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsök Pearlman var. Hann hafði þó lengi verið vanheill heilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2010.

Ýmsir fyrrum skjólstæðingar Pearlman hafa vottað honum virðingu sína á Twitter, meðal annars stjórstjarnan Justin Timberlake.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×