Lífið

Stöðvaði tónleika til að bjarga stúlku undan áreiti

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggisverðir lyftu stúlkunni upp á svið.
Öryggisverðir lyftu stúlkunni upp á svið.
Pakistanski söngvarinn Atif Aslam stöðvaði tónleika sína í Karachi á sunnudaginn til að bjarga stúlku undan áreit manna við sviðið. Tónleikahaldararnir eru sagðir hafa hleypt allt of miklu fólki inn og hafa nokkrar konur tilkynnt áreiti og jafnvel kynferðisárásir.

Í miðju lagi stöðvaði Aslam hljómsveitina og gekk fram á sviðið, skammaði áreitarann og fékk öryggisverði til að lyfta stúlkunni upp á svið.

„Hún gæti verið móðir þín eða systir,“ sagði Aslam við manninn sem var að áreita stúlkuna. Samkvæmt fjölmiðlum í Pakistan mun hann einnig hafa sagt honum að virða konur, eða tónleikarnir væru búnir. Aslam hefur fengið mikið lof fyrir atvikið, en myndband af því hefur verið birt á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×