Innlent

Stjórnvöld innleiði samning SÞ um réttindi fatlaðra

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Undirskriftasöfnun stendur nú yfir á vef Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, þar sem skorað er á stjórnvöld að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007.

Nú hefur 151 land innleitt samninginn. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, getur þess að fyrrverandi ráðherra innanríkismála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting felur í sér frekari réttarvernd einstaklinga en innleiðing getur falið í sér lögfestingu. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins.“

Ellen segir innleiðingarferli, sem innanríkisráðuneytið hefur umsjón með, hafið. Nú vonist hún til að samningurinn verði lögfestur sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×