Íslenski boltinn

Steven Lennon í FH næstu tvö árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Vísir/Vilhelm
Skoski framherjinn Steven Lennon verður áfram í herbúðum Íslandmeistara FH en hann hefur gert nýjan tveggja ára samning við leikmanninn.

FH sögðu frá þessum gleðifréttir fyrir FH-inga inn á opinberri Twitter síðu knattspyrnudeildar FH.

Steven Lennon hefur hjálpað FH að vinna Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en liðið rétt missti af titlinum á hans fyrsta ári.

Steven Lennon skoraði 6 mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Atla Viðari Björnssyni.

Þetta var þriðja tímabil Steven Lennon með FH í Pepsi-deildinni en hann hefur samtals skorað 21 mark í 48 leikjum með FH í efstu deild.

Lennon kom fyrst til Fram sumarið 2011 og spilaði líka í Safamýrinni 2012 og 2013.

Með því að semja við FH til ársins 2018 þá mun hann að minnsta kosti spila átta tímabil í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×