Innlent

Steingrímur um Sigmund Davíð: „Margur hyggur mig sig“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steingrímur J. baunaði á Sigmund Davíð.
Steingrímur J. baunaði á Sigmund Davíð. vísir
„Margur hyggur mig sig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í liðnum störf þingsins á þingfundi nú áðan.

Máltækið er fornt og vísar til þess að mönnum verður á að hugsa sem svo að aðrir menn muni breyta eins og þeir.

„Mér varð hugsað til þessa orðatiltækis þegar tilteknir þingmenn, og þar fer fremstur í flokki háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar muni tefja þingstörf með málþófi,“ sagði Steingrímur. Vísaði hann síðan til framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi á síðasta kjörtímabili en Steingrími fannst hann hafa stundað málþóf.

Þingmanninum þótti ummælin vera sérstaklega undarleg í ljósi þess ef skoðað væri hvernig þingið starfaði í vor. Þá var fjöldi mála afgreiddur á skömmum tíma. „Því er lítil rök að finna í nýlegri reynslu.“

„Félagi okkar hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að réttast væri að háttvirtur þingmaður, Sigmundur Davíð, þvældist ekki fyrir þingstörfum,“ sagði Steingrímur og vísaði þar til ummæla Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar. „Þingmaðurinn gæti farið í frí í einhverjar vikur og boðað endurkomu á vettvang stjórnmálanna í þriðja sinn. Allt er þegar þrennt er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×