Lífið

Stefnumótaapp fyrir ríka og fallega fólkið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nýtt stefnumótasmáforrit er komið á markaðinn og það heitir Luxy. Smáforritið lofar notendum sínum að það vinsi út þá sem eru fátækir og óaðlaðandi og kynni þig frekar fyrir athafnamönnum, milljónamæringum, fegurðardrottningum, fyrirsætum, stjörnum, íþróttamönnum, læknum og lögfræðingum.

„Þetta virkar alveg eins og Tinder. Með einni, stórri undantekningu: Smáforritið okkar leyfir notendum að vinsa út þá sem eru fátækir og óaðlaðandi,“ segir forstjóri Luxy sem kýs að njóta nafnleyndar.

Meðaltekjur þeirra sem nota Luxy eru sagðar vera yfir tvö hundruð þúsund dollarar á ári, rúmlega 24 milljónir króna. Samkvæmt reglum Luxy verður þeim sem þéna minna meinaður aðgangur að smáforritinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×