Lífið

Stefna að ná til tíu þúsund íslenskra karlmanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ban Ki moon og Emma Watson.
Ban Ki moon og Emma Watson. vísir
Landsnefnd UN Women á Íslandi náði markmiðum sínum eftir fyrsta dag HeForShe átaksins í gærkvöldi.

Núna eru níu þúsund íslenskir karlmenn og strákar sem eru HeForShe.  Markmið UN Women á Íslandi fyrir næstu tvær vikur er að fá tíu þúsund karlmenn og stráka á Íslandi til að skrá sig.

En hvað felst í því að vera HeForShe og hvernig er hægt að láta taka til sín í jafnréttisbaráttunni?

Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi kemur fram að sá sem sé HeForShe:

  1. Veit: að mismunun og ofbeldi gagnvart konum og stúlkum er óásættanleg og að konur og stúlkur eiga að hafa jöfn tækifæri á við karlmenn.
  2. Skilur: að jafnrétti er mannréttindamál sem snertir okkur öll.
  3. Hvetur: konur og stúlkur til að sækjast eftir félagslegum og efnahagslegum tækifærum.
  4. Lætur í sér heyra: þegar hann verður uppvís að mismunun gagnvart konum og stúlkum, sama hvort það er í einka- eða almenningsrýminu.
  5. Sýnir fordæmi: innan fjölskyldunnar og í samfélaginu með því að vera leiðandi í baráttu fyrir jafnrétti í orði sem og borði í öllum daglegum athöfnum.
  6. Stendur upp í hári: viðkomandi þegar þeir verða vitni að kynbundnu áreiti og  mismunun.
  7. Styður: karla og konur sem vinna að því að því að uppræta kynbundið ofbeldi og mismunun gagnvart konum og stúlkum
Hérna getur þú látið til þín taka í jafnréttisbaráttunni og skráð þig í HeForShe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×