Innlent

Starfshópur gegn kynsjúkdómum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra skipaði í gær starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi. Var ákvörðunin tekin á grundvelli tillögu frá sóttvarnalækni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gegnir formennsku í starfshópnum en ásamt honum skipa hópinn þrír læknar auk fulltrúa velferðarráðuneytisins.

Hlutverk starfshópsins verður að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við aukinni útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.

Í skipunarbréfi hópsins segir að á undanförnum árum hafi orðið mikil aukning í kynsjúkdómum, einkum sárasótt, lekanda og HIV. Sambærileg þróun hafi átt sér stað í öðrum vestrænum löndum og að brýnt sé að snúa þróuninni við. Grípa þurfi til aðgerða og aukins samráðs, meðal annars við heilbrigðiskerfið og skólakerfið. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×