Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Halla Hrund mælist með mest fylgi allra fram­bjóð­enda

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni.

Mikil tíðindi í glæ­nýrri könnun

Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur.

Ögur­stund og opnunarhóf hjá fram­bjóð­endum

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út.

„Á­kveðnar efa­semdir um á­kveðna þætti“

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Sjá meira