Blaðamaður

Garðar Örn Úlfarsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður

Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá.

Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda

Eigandi jarðarinnar Þúfukots í Kjósarhreppi sættir sig ekki við að kona sem á helmingshlut í sumarbústað á landinu skrái lögheimili þar. Hann boðar að skrúfað verði fyrir vatnið til sumarhússins.

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð

Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.

Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur

"Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps.

Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland fékk leyfi frá Bláskógabyggð til að grafa í Suðurjökul Langjökuls til að útbúa þar eitt hundrað metra ísgöng. Herbert Hauksson, stofnandi fyrirtækisins, segir náttúrulega íshella í jökulsporðinu vera að bráðna. Bjóða þurfi ferðamönnum nýjan möguleika á breyttum tímum.

Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands

Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.

Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir formann Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að leyfa niðurrif sundhallarinnar ekki eiga aðild að málinu enda búi hann í 900 metra fjarlægð.

Ósátt við fána ESB við ráðhús í Frederiksberg

Forseti Folketinget, þjóðþings Dana, gagnrýndi í gær að fáni Evrópusambandsins væri dreginn að húni við ráðhúsið í Fred­eriksberg þar sem var kjörstaður fyrir kosningar til Evrópuþingsins.

Sjá meira